Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjar – Viðbygging

okt 12, 2025

tpz

Uncategorized

0

2 Desember 2024

Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja – Framtíðarsýn : Hugmyndavinna
Viðbyggingin sem verður staðsett á norðurhlið fjölnotasalsins er vonandi fyrsti áfangi af mörgum til að styrkja og stækka hlutverk íþróttamiðstöðvarinnar.
Hlutverk íþróttamiðstöðvarinnar hefur alltaf verið fjölbreytt og því má líta á húsnæðið sem ákveðna félagsmiðstöð. Þar sem fjölbreyttar íþróttir hafa verið stundaðar sem og íþróttamót og viðburðir sem haldnir eru út allt árið. Fyrsta hæð viðbyggingar mun innihalda m.a. búningsklefa sem er ætlað að koma í stað eldri klefa, sérklefar, sjúkraherbergi og dómaraherbergi
Hluti viðbyggingarinnar er endurbættur inngangur sem er ætlað að vera kjarni og hjarta íþróttamiðstöðvarinnar. Hönnun og lokafrágangur á þessum áfanga mun bjóða uppá að stækkun til austurs þar sem núverandi klefar eru staðsettir og myndi því sá hluti víkja fyrir betri umferð og aðgengi fyrir alla. Vegna þessara breytinga er tækifæri í að hafa fjölnotarými og endurskipuleggja anddyri og móttöku sem eykur yfirsýn fyrir starfsfólk og búa til lífæð sem beinir flæði gesta um húsið og vonandi framtíðar áfanga. Framhlið inngangsins verður að mestu úr gleri sem er gert til að opna og hleypa náttúrulegri birtu inn í rýmið en litaval fyrir innanhúsfrágang viðbyggingar verða náttúrulitir og efnisáferðir að mestu ljósar með það að markmiði að skapa hlýleika og gott andrúmsloft.
Hönnun og frágangur verkefnsins er vonandi skref í rétt átt til að styrkja og efla íþróttastarf bæjarins og hafa einnig jákvæð áhrif á samfélagið.
Teikning i vinnslu

Post by tpz

Comments are closed.